16 ára piltur gripinn við sölu fíkniefna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 08:32 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/KTD Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira