„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 16. febrúar 2018 16:21 Þó svörun við fyrirspurnum á alþingismenn hafi verið með ágætum, um 76 prósent, er þó talsverður hópur sem ekki hefur hirt um að ansa eðlilegum spurningum um ráðstöfun á almannafé. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs. Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs.
Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00