Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 15:39 Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu í Málaga í vikunni. vísir/egill Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51