Náttúrulega bara stórkostlegt Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 17:45 Teitur Árnason. Vísir Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar. Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans. „Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu. Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið. Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæstEftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti. Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig. Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar. Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans. „Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu. Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið. Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæstEftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti. Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig. Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira