Lögreglurannsóknir á vændi í skötulíki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Vísir/Getty „Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira
„Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira