Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra á sjúkrahúsi á Malaga. Vísir/Egill Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26