Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 12:07 Talið er að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Vísir/Getty Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira