Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 12:07 Talið er að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Vísir/Getty Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira