Maradona um mótherja Íslands á HM: Lið eru ekki hrædd við Argentínu lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 13:00 Lionel Messi, páfinn og Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira