Laug um að hafa hitt Putin og segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:56 Halbe Zijlstra sagði lygina hafa verið "stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Vísir/AFP Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014. Holland Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014.
Holland Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira