Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 10:32 Öryggisgæsla er mikil í kringum dómshúsið í Stokkhólmi þar sem réttarhöldin fara fram. Vísir/AFP Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí. Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí.
Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42