Innlent

Endurtekið undir áhrifum fíkniefna á rúntinum með dóttur sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var handtekinn og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.
Maðurinn var handtekinn og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. vísir/stefán
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur var með unga dóttur sína í bifreiðinni. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem umræddur einstaklingur er stöðvaður í akstri af sömu sökum. Maðurinn var handtekinn og málið jafnframt tilkynnt til barnaverndarnefndar að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá hafði lögregla afskipti af þremur einstaklingum á gistiheimili í umdæminu sem reyndust vera í mjög annarlegu ástandi. Í herbergi sem þeir voru í reyndist vera talsvert af meintum hvítum fíkniefnum í neysluumbúðum. 

Þá var einn þremenninganna með meint kókaín innan klæða. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×