Golf

Johnson og Hossler með forystu á Pebble Beach

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Vísir / Getty
Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Beau Hossler eru í forystu á Pebble Beach mótinu víðfræga þegar að tveir hringir af fjórum hafa verið spilaðir. Eru þeir á tólf höggum undir pari.

Staða þeirra á heimslistanum er gjörólík. Johnson trónir þar á toppnum og hefur gert í heilar 47 vikur en Hossler er í 217. sæti og hefur aldrei unnið mót á PGA mótaröðinni. 

Norður-írski kylfingurnn Rory MclLroy hefur engan veginn náði sér á strik á mótinu. Lék hann annan hringinn á 74 höggumm, þremur yfir pari, og er sem stendur í 87. sætinu.

Þá tók frægasti golfari sögunnar, Tiger Woods, ekki fram kylfurnar fyrir þetta mót, en hann er hægt og bítandi að koma sér stað eftir áralöng bakmeiðsli.

Mótið er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og heldur útsending áfram kl 19:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×