Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:00 Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira