Birna er fyrsti kvenflugmaðurinn í tæplega 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 10:48 Birna Borg Gunnarsdóttir, flugmaður Flugfélagsins Ernis. Flugfélagið Ernir. Þau tímamót urðu í 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis í gær að fyrsti kvenflugmaðurinn tók til starfa þar. Flugmaðurinn er hin tæplega 22 ára gamla Birna Borg Gunnarsdóttir en hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Afi hennar, Hörður Guðmundsson, er forstjóri Flugfélagsins Ernis og hann segir í samtali við Vísi flugmannastéttina hafa verið karllæga lengi og kominn tími til að leyfa ungu og efnilegu fólki að spreyta sig. „Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi,“ segir Hörður. Hann lýsir barnabarni sínu sem algjörum ás í skóla. „Hún hefur velt upp öllum prófum. Hún fór á námskeið hjá Flugskóla Íslands í sambandi við þjálfun á þessa vél sem við notum þar sem hún tók hæsta prófið. Svo var hún send til Hollands í flughermi og hún hefur velt þessu alveg upp og staðið sig með mikilli prýði.“„Má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar“ Birna Borg er dóttir Lilju Dóru Harðardóttur, sem er dóttir Harðar. Faðir Birnu er Gunnar Örn Hauksson, flugstjóri hjá Icelandair, og er bróðir hennar Haukur Gunnarsson flugmaður hjá Icelandair. „Hún er barnabarn mitt þessi stúlka, og það verður að gefa þeim séns. Hún má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar.“ Hörður segir Birnu Borg hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að leggja fyrir sig flugið eða fara að nám í verkfræði. „Hún er svo mikill námsmaður þessi stelpa að hún sagðist ætla að taka flugið fyrst því hún gæti alltaf tekið verkfræðina seinna.“Með ólíkindum hvað unga fólkið er frábært Hann segir framtíðina bjarta þegar kemur að æsku landsins. „Það er svo mikið af flottu ungu fólki til maður. Það er alveg með ólíkindum. Þó það séu alltaf einhverjir til vandræða einhvers staðar, þá er unga fólkið okkar bara svo frábært yfir höfuð.“Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Birna hóf störf hjá Flugfélaginu Erni í gær og var hennar fyrsta verk að fljúga með sautján manns á vegum samgönguráðuneytisins frá Reykavík til Sauðárkróks. „Það er bara gaman að þessu. Þessi stétt hefur verið svo karllæg lengi að það er allt í lagi að fá unga fólkið inn og leyfa því að spreyta sig á þessu,“ segir Hörður.Fjórir flugmenn ráðnir Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970, eða fyrir 48 árum. Hörður byrjaði á sex sæta Cessnu 185 en festi nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu. Hörður lýsti miklum vexti í innanlandsflugi í samtali við fréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu en hann segir við Vísi að fjórir flugmenn hafi verið ráðnir til viðbótar. Tveir þeirra eru í þjálfun og tveir aðrir á leið í þjálfun á næstu mánuðum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þau tímamót urðu í 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis í gær að fyrsti kvenflugmaðurinn tók til starfa þar. Flugmaðurinn er hin tæplega 22 ára gamla Birna Borg Gunnarsdóttir en hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Afi hennar, Hörður Guðmundsson, er forstjóri Flugfélagsins Ernis og hann segir í samtali við Vísi flugmannastéttina hafa verið karllæga lengi og kominn tími til að leyfa ungu og efnilegu fólki að spreyta sig. „Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi,“ segir Hörður. Hann lýsir barnabarni sínu sem algjörum ás í skóla. „Hún hefur velt upp öllum prófum. Hún fór á námskeið hjá Flugskóla Íslands í sambandi við þjálfun á þessa vél sem við notum þar sem hún tók hæsta prófið. Svo var hún send til Hollands í flughermi og hún hefur velt þessu alveg upp og staðið sig með mikilli prýði.“„Má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar“ Birna Borg er dóttir Lilju Dóru Harðardóttur, sem er dóttir Harðar. Faðir Birnu er Gunnar Örn Hauksson, flugstjóri hjá Icelandair, og er bróðir hennar Haukur Gunnarsson flugmaður hjá Icelandair. „Hún er barnabarn mitt þessi stúlka, og það verður að gefa þeim séns. Hún má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar.“ Hörður segir Birnu Borg hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að leggja fyrir sig flugið eða fara að nám í verkfræði. „Hún er svo mikill námsmaður þessi stelpa að hún sagðist ætla að taka flugið fyrst því hún gæti alltaf tekið verkfræðina seinna.“Með ólíkindum hvað unga fólkið er frábært Hann segir framtíðina bjarta þegar kemur að æsku landsins. „Það er svo mikið af flottu ungu fólki til maður. Það er alveg með ólíkindum. Þó það séu alltaf einhverjir til vandræða einhvers staðar, þá er unga fólkið okkar bara svo frábært yfir höfuð.“Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Birna hóf störf hjá Flugfélaginu Erni í gær og var hennar fyrsta verk að fljúga með sautján manns á vegum samgönguráðuneytisins frá Reykavík til Sauðárkróks. „Það er bara gaman að þessu. Þessi stétt hefur verið svo karllæg lengi að það er allt í lagi að fá unga fólkið inn og leyfa því að spreyta sig á þessu,“ segir Hörður.Fjórir flugmenn ráðnir Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970, eða fyrir 48 árum. Hörður byrjaði á sex sæta Cessnu 185 en festi nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu. Hörður lýsti miklum vexti í innanlandsflugi í samtali við fréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu en hann segir við Vísi að fjórir flugmenn hafi verið ráðnir til viðbótar. Tveir þeirra eru í þjálfun og tveir aðrir á leið í þjálfun á næstu mánuðum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15