NBA: Vinirnir LeBron James og Dwyane Wade frábærir í sigrum sinna liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:30 LeBron James og Dwyane Wade. Vísir/Getty LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123 NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira