Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Launakostnaður Icelandair jókst um 26 prósent í fyrra. VÍSIR/VILHELM Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira