Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Launakostnaður Icelandair jókst um 26 prósent í fyrra. VÍSIR/VILHELM Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira