Tímamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar