Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 22:26 Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. Vísir/Ernir Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag? Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag?
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira