Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 22:26 Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. Vísir/Ernir Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag? Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag?
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira