Berglind Björg: Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sýnir tilfinningarnar í landsleik eftir að eitt gott færi fór forgörðum. Vísir/Anton Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira