Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 23:43 Ivanka Trump segir að hún trúir því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega, þrátt fyrir fjölda ásakana. Vísir/getty Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45
Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00