Berglind Björg laus frá Veróna og kominn aftur í A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 11:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur. Vísir/Anton Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur verið tekin inn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið er að fara að keppa í Algarve mótinu í Portúgal seinna í vikunni. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað á Berglindi sem kemur inn í hópinn fyrir Sigrúnu Ellu Einarsdóttur sem getur ekki verið með vegna meuiðsla. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Freyr talaði um það á blaðamannafundinum þegar hann tilkynnti hópinn að Berglind Björg hafi ekki komið til greina að þessu sinni þar sem hún var enn að reyna að fá sig lausa frá ítalska félaginu Verona. Upp kom deilumál milli hennar og félagsins en Arna Sif Ásgrímsdóttir var í sömu stöðu. Berglind Björg og Arna Sif náðu að ganga frá þeim málum í síðustu viku og er Berglind nú komin aftur til Breiðabliks. Hún var því aftur komin með grænt ljós hjá landsliðinu og Freyr kallaði á hana þegar hann þurfti að fylla í skarð Sigrúnar Ellu. Íslenska landsliðið kom til Algarve á sunnudaginn, en fyrsti leikur þess er miðvikudaginn 28. febrúar gegn Danmörku. Berglind Björg hefur skorað 2 mörk í 30 landsleikjum en þetta er í fimmta sinn sem hún fer með á Algarve-mótið. Berglind Björg var líka með 2010, 2011, 2016 og 2017 en hún lék sína fyrstu landsleiki á mótinu fyrir átta árum. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítölsku martröðinni lokið Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru loks búnar að fá lok í deilur sínar við ítalska félagið Verona og hefur samningum þeirra við félagið verið rift 24. febrúar 2018 12:45 Deilur Berglindar og Örnu við Verona koma í veg fyrir að þær séu valdar í íslenska landsliðið Það vakti nokkra athygli að þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru ekki íslenska kvennalandsliðinu sem var valið í dag. 15. febrúar 2018 14:00 Algarve-hópurinn: Berglind Björg ekki með Freyr Alexandersson tilkynnti hópinn sem fer á Algarve-mótið í lok mánaðar. 15. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur verið tekin inn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið er að fara að keppa í Algarve mótinu í Portúgal seinna í vikunni. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað á Berglindi sem kemur inn í hópinn fyrir Sigrúnu Ellu Einarsdóttur sem getur ekki verið með vegna meuiðsla. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Freyr talaði um það á blaðamannafundinum þegar hann tilkynnti hópinn að Berglind Björg hafi ekki komið til greina að þessu sinni þar sem hún var enn að reyna að fá sig lausa frá ítalska félaginu Verona. Upp kom deilumál milli hennar og félagsins en Arna Sif Ásgrímsdóttir var í sömu stöðu. Berglind Björg og Arna Sif náðu að ganga frá þeim málum í síðustu viku og er Berglind nú komin aftur til Breiðabliks. Hún var því aftur komin með grænt ljós hjá landsliðinu og Freyr kallaði á hana þegar hann þurfti að fylla í skarð Sigrúnar Ellu. Íslenska landsliðið kom til Algarve á sunnudaginn, en fyrsti leikur þess er miðvikudaginn 28. febrúar gegn Danmörku. Berglind Björg hefur skorað 2 mörk í 30 landsleikjum en þetta er í fimmta sinn sem hún fer með á Algarve-mótið. Berglind Björg var líka með 2010, 2011, 2016 og 2017 en hún lék sína fyrstu landsleiki á mótinu fyrir átta árum.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítölsku martröðinni lokið Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru loks búnar að fá lok í deilur sínar við ítalska félagið Verona og hefur samningum þeirra við félagið verið rift 24. febrúar 2018 12:45 Deilur Berglindar og Örnu við Verona koma í veg fyrir að þær séu valdar í íslenska landsliðið Það vakti nokkra athygli að þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru ekki íslenska kvennalandsliðinu sem var valið í dag. 15. febrúar 2018 14:00 Algarve-hópurinn: Berglind Björg ekki með Freyr Alexandersson tilkynnti hópinn sem fer á Algarve-mótið í lok mánaðar. 15. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Ítölsku martröðinni lokið Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru loks búnar að fá lok í deilur sínar við ítalska félagið Verona og hefur samningum þeirra við félagið verið rift 24. febrúar 2018 12:45
Deilur Berglindar og Örnu við Verona koma í veg fyrir að þær séu valdar í íslenska landsliðið Það vakti nokkra athygli að þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru ekki íslenska kvennalandsliðinu sem var valið í dag. 15. febrúar 2018 14:00
Algarve-hópurinn: Berglind Björg ekki með Freyr Alexandersson tilkynnti hópinn sem fer á Algarve-mótið í lok mánaðar. 15. febrúar 2018 13:30