„Ég er mikill aðdáandi Sigmundar en skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 14:54 Brynjar kveðst vera mikill aðdáandi formanns Miðflokksins en skilur ekki hvað málið er varðandi söluna á Arion banka. Vísir/samsett mynd „Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
„Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37