Starfsmaður framboðs Trump játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 19:02 Gates þegar hann mætti í dómshús í Washington-borg í dag þar sem hann játaði á sig sakir. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12