Starfsmaður framboðs Trump játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 19:02 Gates þegar hann mætti í dómshús í Washington-borg í dag þar sem hann játaði á sig sakir. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12