Landsliðsþjálfari Serba var fullur á hliðarlínunni á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:25 Jovica Cvetkovic. Vísir/Getty Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera. EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira