Sport

Fyrsti skiltastrákurinn í MMA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brittney Palmer og stöllur hennar eru að fá alvöru samkeppni.
Brittney Palmer og stöllur hennar eru að fá alvöru samkeppni. vísir/getty
Léttklæddum stúlkum á íþróttaviðburðum fer fækkandi en á sama tíma ætlar MMA-bardagakappi að prófa að verða skiltastrákur á MMA-bardagakvöldi.

Sá heitir Elias Theodorou og kemur frá Kanada. Hann verður skiltastrákur á Invicta 28 sem verður þann 24. mars næstkomandi. Invicta er bardagasamband kvenna og því vel við hæfi að strákur sjái um að halda á lotuskiltunum.

„Blandaðar bardagalistir hafa verið framarlega í jafnréttisbaráttunni á margan hátt. Konur eru aðalatriðið á stórum kvöldum og hala inn milljónum. Nú verður MMA með fyrsta skiltastrákinn,“ sagði Theodorou.

Hann er hörkubardagakappi sjálfur með 14-2 árangur. Hann hefur barist hjá UFC síðan 2014 og vann sinn síðasta bardaga í nóvember á síðasta ári.

Theodorou sér ekki fram á annað en að græða vel á þessari uppákomu. Invicta er sýnt á UFC Fight Pass og hann má vera merktur styrktaraðilum í vinnunni.

„Það eru mjög stór vörumerki að sýna þessu áhuga. Þeir elska þetta jafnréttisskref,“ segir Theodorou en hann er þegar kominn í samstarf við Mattel sem framleiðir Barbie. Theodorou mun líklega leika hlutverk Ken í þessu nýja starfi sínu.



 

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×