Körfubolti

Dirk Nowitzki: Algjörlega viðbjóðslegt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Vísir/Getty
Dirk Nowitzki, aðalstjarna Dallas Mavericks í tvo áratugi, hefur tjáð sig um stóra hneykslismálið sem herjar á NBA-félagið þessa dagana.

Terdema Ussery, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, hefur verið sakaður um að hafa stundað ítrekað kynferðsofbeldi gegn kvenkyns starfsmönnum félagsins á átján árum sínum hjá Mavericks. Ussery komst upp með hegðun sína alla tíð.

Sports Illustrated rannsakaði hinsvegar málið og skrifaði ítarlega grein um hegðun Terdema Ussery í nýjasta tölublaði sínu. Starfsfólkið sem blaðamenn SI töluðu við sögðust hafa kvartað margoft undan Ussery en ekkert hafi verið gert í málinu. Rannsókn á honum fór fram árið 1998 en ekkert kom út úr henni.

Terdema Ussery hætti hjá Dallas Mavericks árið 2015 og fór í starf hjá Under Armour. Hann hætti þó þar eftir aðeins þrjá mánuði í starfi.





„Þetta er erfitt,“ sagði Dirk Nowitzki við blaðamenn eftir æfingu liðsins. Hann hefur verið leikmaður Dallas Mavericks frá 1998 og spilað rétt tæplega 1600 leiki með liðinu í deild og úrslitakeppni.  

„Þetta eru mikil vonbrigði og maður er harmþrunginn yfir þessu. Ég er samt ánægður að þetta sé komið fram í dagsljósið,“ sagði Dirk en bætti við:

„Ég var fullur ógeðs þegar ég las greinina eins og allir. Sumt af þessu var virkilega sjokkerandi. Þetta er algjörlega viðbjóðslegt, sagði Dirk.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×