Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 11:23 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, það er akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við fimmtán þúsund kílómetra. Þá eru einnig sett skýr ákvæði um þau staðfestingargögn sem skila þarf inn til þess að fá endurgreiðslu auk þess sem sett eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Í tilkynningu frá forseta Alþingis segir að breytingar á reglunum verði birtar á vef Alþingis á morgun. Átta þingmenn óku meira en 15 þúsund kílómetra á síðasta ári og fengu aksturskostnað endurgreidddan. Þá samþykkti forsætisnefnd í gær á fundi þar sem einnig sátu þingflokksformenn, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup var ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur en mun það nú breytast. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, það er akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við fimmtán þúsund kílómetra. Þá eru einnig sett skýr ákvæði um þau staðfestingargögn sem skila þarf inn til þess að fá endurgreiðslu auk þess sem sett eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Í tilkynningu frá forseta Alþingis segir að breytingar á reglunum verði birtar á vef Alþingis á morgun. Átta þingmenn óku meira en 15 þúsund kílómetra á síðasta ári og fengu aksturskostnað endurgreidddan. Þá samþykkti forsætisnefnd í gær á fundi þar sem einnig sátu þingflokksformenn, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup var ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur en mun það nú breytast.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25