Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 16:15 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira