Umferðaröryggi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Umferðarslys eru harmleikur og eru banaslys og alvarleg slys í umferðinni alltof mörg. Árið 2017 voru alvarleg slys 145 talsins, minniháttar slys 711 og árið þar á undan voru alvarleg slys 183 og minni háttar 785. Reiknað hefur verið að hvert og eitt alvarlegt umferðarslys kosti kringum 90 milljónir króna, slys með minni meiðslum um 30 milljónir og að samfélagslegur kostnaður vegna banaslysa sé yfir 600 milljónir króna. Ofan á þetta bætist hinn mannlegi harmleikur sem slysin hafa í för með sér og verður aldrei metinn í peningum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggisjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.Markmiðið er að fækka umferðarslysum. Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr. Þá eru úttektir EuroRAP áhugaverðar sem felast í góðum ábendingum um hvað betur má fara til að bæta öryggi okkar allra, en þær eru byggðar á því að vegir landsins séu skoðaðir með tilliti til öryggisþátta. Nýjar eftirlitsmyndavélar Umferðaröryggisáætlun er sett fram með samgönguáætlun og nú er til skoðunar aðgerðaáætlun áranna 2018 til 2021. Eitt fjárfrekasta einstaka verkefnið nú er að endurnýja eftirlitsmyndavélar með ökuhraða og er gert ráð fyrir að kaupa nokkrar nýjar myndavélar á hverju þessara fjögurra ára. Undanfarin ár hafa verið skráð milli 20 og 45 þúsund brot á ári hverju og eykst fjöldinn í réttu hlutfalli við fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þá má nefna að innheimt sektarfjárhæð vegna hraðakstursbrota eftir myndavélaeftirlit nam 217-293 milljónum króna árin 2015-2017. Meðalhraðaeftirlit tekið upp Verið er að undirbúa nýjung varðandi hraðaeftirlit sem er fólgin í því að taka upp myndavélaeftirlit með meðalhraða. Eru þá tvær eftirlitsmyndavélar settar upp á ákveðnum vegarkafla og tími ökutækja mældur á milli vélanna. Með því er hægt að ná þeim sem freistast til að gefa í um leið og þeir aka framhjá myndavél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu myndavél. Hafi þeir verið grunsamlega fljótir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfileg hraðamörk. Slíkt meðalhraðaeftirlit hefur gefið góða raun í nágrannalöndum. Meira aðhald Annað atriði sem veitir okkur aðhald í umferðinni eru sektirnar sem við fáum ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur. Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum verður bráðlega gefin út. Lágmarkssektarupphæð verður þá 20 þúsund krónur en var áður 5 þúsund kr. Undantekning er þó sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, hún verður 10 þúsund krónur. Þá mun sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækka í 40 þúsund krónur. Sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur enda er það dauðans alvara að virða ekki þessar reglur. Þessi breyting tekur gildi 1. maí og er ég sannfærður um að þetta þýðir að við hugsum okkur tvisvar um áður en við förum á svig við reglurnar. Ég er nokkuð viss um að yfirleitt gerum við okkur mjög vel grein fyrir því ef við brjótum umferðarreglur, hvort sem er að aka yfir leyfilegum hámarkshraða, nota símann við stýrið eða aka gegn rauðu ljósi. Við teljum bara að reglurnar eigi ekki við okkur. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir erum það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Umferðarslys eru harmleikur og eru banaslys og alvarleg slys í umferðinni alltof mörg. Árið 2017 voru alvarleg slys 145 talsins, minniháttar slys 711 og árið þar á undan voru alvarleg slys 183 og minni háttar 785. Reiknað hefur verið að hvert og eitt alvarlegt umferðarslys kosti kringum 90 milljónir króna, slys með minni meiðslum um 30 milljónir og að samfélagslegur kostnaður vegna banaslysa sé yfir 600 milljónir króna. Ofan á þetta bætist hinn mannlegi harmleikur sem slysin hafa í för með sér og verður aldrei metinn í peningum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggisjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.Markmiðið er að fækka umferðarslysum. Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr. Þá eru úttektir EuroRAP áhugaverðar sem felast í góðum ábendingum um hvað betur má fara til að bæta öryggi okkar allra, en þær eru byggðar á því að vegir landsins séu skoðaðir með tilliti til öryggisþátta. Nýjar eftirlitsmyndavélar Umferðaröryggisáætlun er sett fram með samgönguáætlun og nú er til skoðunar aðgerðaáætlun áranna 2018 til 2021. Eitt fjárfrekasta einstaka verkefnið nú er að endurnýja eftirlitsmyndavélar með ökuhraða og er gert ráð fyrir að kaupa nokkrar nýjar myndavélar á hverju þessara fjögurra ára. Undanfarin ár hafa verið skráð milli 20 og 45 þúsund brot á ári hverju og eykst fjöldinn í réttu hlutfalli við fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þá má nefna að innheimt sektarfjárhæð vegna hraðakstursbrota eftir myndavélaeftirlit nam 217-293 milljónum króna árin 2015-2017. Meðalhraðaeftirlit tekið upp Verið er að undirbúa nýjung varðandi hraðaeftirlit sem er fólgin í því að taka upp myndavélaeftirlit með meðalhraða. Eru þá tvær eftirlitsmyndavélar settar upp á ákveðnum vegarkafla og tími ökutækja mældur á milli vélanna. Með því er hægt að ná þeim sem freistast til að gefa í um leið og þeir aka framhjá myndavél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu myndavél. Hafi þeir verið grunsamlega fljótir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfileg hraðamörk. Slíkt meðalhraðaeftirlit hefur gefið góða raun í nágrannalöndum. Meira aðhald Annað atriði sem veitir okkur aðhald í umferðinni eru sektirnar sem við fáum ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur. Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum verður bráðlega gefin út. Lágmarkssektarupphæð verður þá 20 þúsund krónur en var áður 5 þúsund kr. Undantekning er þó sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, hún verður 10 þúsund krónur. Þá mun sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækka í 40 þúsund krónur. Sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur enda er það dauðans alvara að virða ekki þessar reglur. Þessi breyting tekur gildi 1. maí og er ég sannfærður um að þetta þýðir að við hugsum okkur tvisvar um áður en við förum á svig við reglurnar. Ég er nokkuð viss um að yfirleitt gerum við okkur mjög vel grein fyrir því ef við brjótum umferðarreglur, hvort sem er að aka yfir leyfilegum hámarkshraða, nota símann við stýrið eða aka gegn rauðu ljósi. Við teljum bara að reglurnar eigi ekki við okkur. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir erum það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun