Næsti Jónas Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 „Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
„Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka?
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun