Stjórnarandstaðan undrast málafæð ríkisstjórnarinnar og rekur á eftir samgönguáætlun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 18:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira