Wenger líkir liðinu sínu við boxara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 10:30 Arsenal menn fagna, Arsene Wenger og Rocky. Vísir/Samsett/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira