Enn um Kristmann og Thor Óttar Guðmundsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar