Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Þetta 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund er meðal þeirra eigna sem Garðabær leigir Stjörnunni endurgjaldslaust. Bærinn eignaðist húsið stóra fyrir rúmum áratug en upphaflega stóð til að rífa það. Vísir/Vilhelm „Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira