Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Þetta 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund er meðal þeirra eigna sem Garðabær leigir Stjörnunni endurgjaldslaust. Bærinn eignaðist húsið stóra fyrir rúmum áratug en upphaflega stóð til að rífa það. Vísir/Vilhelm „Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira