Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:56 Samskiptin forsetans við vitnin eru sögð á mjög gráu svæði. VÍSIR/GETTY Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00