Pisa og Reykjavík Skúli Helgason skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun