Loforðið um 300 þúsund króna lífeyri aldraðra svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun