Traust og vandvirkni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun