Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Særð stúlka fær læknisaðstoð í Austur-Ghouta. Fjölmörg börn hafa dáið og særst í átökunum. Vísir/AFp Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hélt áfram sókn sinni í Austur-Ghouta í gær með loftárásum og sókn á jörðu niðri. Reynir stjórnarherinn nú að kljúfa svæðið í tvennt. Stjórnarliðar hafa nú þegar tekið vel rúman þriðjung svæðisins en um 800 hafa fallið frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á bæinn Mesraba til þess að undirbúa innrás hermanna. Ef stjórnarliðar taka Mesraba mun það þýða að þeir hafi um helming Austur-Ghouta á sínu valdi. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sendu stjórnarliðar 700 hermenn til viðbótar til Austur-Ghouta í gær í von um að styrkja sóknina. Ef uppreisnarmenn tapa Austur-Ghouta verður það stærsti ósigur þeirra frá því stjórnarherinn tók Aleppo árið 2016 eftir álíka blóðug átök. Austur-Ghouta er síðasta stóra vígi uppreisnarinnar nærri höfuðborginni Damaskus og með því að tapa svæðinu fjarlægjast uppreisnarmenn Assad Sýrlandsforseta. Rússar, helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar, greindu frá því í gær að hluti uppreisnarmanna vilji þiggja boð þeirra um að rýma svæðið og afhenda stjórnarliðum. Hins vegar hafa talsmenn uppreisnarhreyfinganna á svæðinu sagt að það sé með öllu ósatt. Uppreisnarmenn ætli að verja Austur-Ghouta og að engar viðræður hafi átt sér stað. „Fylkingarnar í Austur-Ghouta og hermenn þeirra ætla að halda þessu landi. Við munum verja það,“ sagði Hamza Birqdar, einn talsmanna Jaish al-Islam, við Reuters í gær. Þá greindu Rússar einnig frá því í gær að þeir hefðu aðstoðað þrettán almenna borgara við að flýja svæðið í gær. Var þeim hleypt upp í tóma bíla í bílalest hjálparsamtaka sem hafði fengið að fara inn á svæðið með nauðsynjar á mánudag. Um var að ræða fyrstu bílalestina sem kemur til Austur-Ghouta til að aðstoða almenna borgara frá því að átökin hófust í núverandi mynd. Sagði rússneski herinn jafnframt að hann hefði notað dróna til að fylgjast með því hvort lestinni tækist að komast á leiðarenda. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00 Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hélt áfram sókn sinni í Austur-Ghouta í gær með loftárásum og sókn á jörðu niðri. Reynir stjórnarherinn nú að kljúfa svæðið í tvennt. Stjórnarliðar hafa nú þegar tekið vel rúman þriðjung svæðisins en um 800 hafa fallið frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á bæinn Mesraba til þess að undirbúa innrás hermanna. Ef stjórnarliðar taka Mesraba mun það þýða að þeir hafi um helming Austur-Ghouta á sínu valdi. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sendu stjórnarliðar 700 hermenn til viðbótar til Austur-Ghouta í gær í von um að styrkja sóknina. Ef uppreisnarmenn tapa Austur-Ghouta verður það stærsti ósigur þeirra frá því stjórnarherinn tók Aleppo árið 2016 eftir álíka blóðug átök. Austur-Ghouta er síðasta stóra vígi uppreisnarinnar nærri höfuðborginni Damaskus og með því að tapa svæðinu fjarlægjast uppreisnarmenn Assad Sýrlandsforseta. Rússar, helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar, greindu frá því í gær að hluti uppreisnarmanna vilji þiggja boð þeirra um að rýma svæðið og afhenda stjórnarliðum. Hins vegar hafa talsmenn uppreisnarhreyfinganna á svæðinu sagt að það sé með öllu ósatt. Uppreisnarmenn ætli að verja Austur-Ghouta og að engar viðræður hafi átt sér stað. „Fylkingarnar í Austur-Ghouta og hermenn þeirra ætla að halda þessu landi. Við munum verja það,“ sagði Hamza Birqdar, einn talsmanna Jaish al-Islam, við Reuters í gær. Þá greindu Rússar einnig frá því í gær að þeir hefðu aðstoðað þrettán almenna borgara við að flýja svæðið í gær. Var þeim hleypt upp í tóma bíla í bílalest hjálparsamtaka sem hafði fengið að fara inn á svæðið með nauðsynjar á mánudag. Um var að ræða fyrstu bílalestina sem kemur til Austur-Ghouta til að aðstoða almenna borgara frá því að átökin hófust í núverandi mynd. Sagði rússneski herinn jafnframt að hann hefði notað dróna til að fylgjast með því hvort lestinni tækist að komast á leiðarenda.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00 Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24