Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 16:42 Haukur Hilmarsson var fæddur árið 1986. Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. Þar má sjá hann með byssu í hönd lýsa yfir samstöðu með „byltingunni.“ Haukur er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Í myndbandinu segist Haukur ætla sér að berjast við hlið félaga sinna í byltingunni með það að markmiði að verja þann árangur sem náðst hefur. Líkt og greint var frá í dag er Haukur sagður hafa gengið til liðs við YPG, her sýrlenskra Kúrda, í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS sem tilheyrir alþjóðlegri frelsishreyfingu tengdri stríðinu í Sýrlandi árið 2017. International Freedom Batallion, samtök vinstri sinnaðra erlendra meðlima YPG, sagði frá falli Hauks á Facebook í gær en á myndbandinu má sjá merki hreyfingarinnar. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum. Var það hluti af áhlaupi tyrkneska hersins og uppreisnarmanna sem studdir eru af Tyrkjum á Afrin-hérað sem hefur verið nefnt „Operation Olive Branch“. YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum í héraðinu ásamt sveitum sem studdar eru af yfirvöldum í Íran. Embætti ríkislögreglustjóra, auk utanríkisráðuneytisins reynir að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ritaði stutta grein á bloggsíðu sína fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingar um Hauk sem mögulega gætu varpað ljósi á mál sonar hennar. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. Þar má sjá hann með byssu í hönd lýsa yfir samstöðu með „byltingunni.“ Haukur er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Í myndbandinu segist Haukur ætla sér að berjast við hlið félaga sinna í byltingunni með það að markmiði að verja þann árangur sem náðst hefur. Líkt og greint var frá í dag er Haukur sagður hafa gengið til liðs við YPG, her sýrlenskra Kúrda, í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS sem tilheyrir alþjóðlegri frelsishreyfingu tengdri stríðinu í Sýrlandi árið 2017. International Freedom Batallion, samtök vinstri sinnaðra erlendra meðlima YPG, sagði frá falli Hauks á Facebook í gær en á myndbandinu má sjá merki hreyfingarinnar. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum. Var það hluti af áhlaupi tyrkneska hersins og uppreisnarmanna sem studdir eru af Tyrkjum á Afrin-hérað sem hefur verið nefnt „Operation Olive Branch“. YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum í héraðinu ásamt sveitum sem studdar eru af yfirvöldum í Íran. Embætti ríkislögreglustjóra, auk utanríkisráðuneytisins reynir að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ritaði stutta grein á bloggsíðu sína fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingar um Hauk sem mögulega gætu varpað ljósi á mál sonar hennar.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03