Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 13:29 Frá aðgerðum lögreglu á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04