Love fékk kvíðakast í miðjum leik: „Eins og heilinn væri að reyna að skríða út úr höfðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 10:00 Kevin Love hugsar nú betur um andlega heilsu sína. vísir/getty Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira