Jürgen Klopp: Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 14:56 Jürgen Klopp brosir til Magnúsar á fundinum í dag. skjáskot Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira