Leynd yfir mögulegum arftaka Sveins Arasonar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Sveinn Arason fer nú að hugsa sinn gang og kanna hvort eitthvað er um að vera utan veggjanna á skrifstofu Ríkisendurskoðunar. Vísir/Gva „Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
„Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent