Foreldralæsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun