Stikla úr verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur frumsýnd Þórdís Valsdóttir skrifar 4. mars 2018 19:15 Með aðalhlutverk í myndinni fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson. ZikZak Verðlaunamyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins föstudaginn 9. mars. Vísir frumsýnir nú fyrstu stiklu myndarinnar en hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar þar sem Ísold var valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Ísold Uggadóttir er leikstóri og handritshöfundur myndarinnar en þetta er hennar fyrst kvikmynd í fullri lengd. Þá hlaut myndin hin virtu FIPRESCI verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda, er hún var Evrópufrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar.Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Með aðalhlutverk fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson. Íslold hefur áður leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Menning Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Verðlaunamyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins föstudaginn 9. mars. Vísir frumsýnir nú fyrstu stiklu myndarinnar en hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar þar sem Ísold var valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Ísold Uggadóttir er leikstóri og handritshöfundur myndarinnar en þetta er hennar fyrst kvikmynd í fullri lengd. Þá hlaut myndin hin virtu FIPRESCI verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda, er hún var Evrópufrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar.Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Með aðalhlutverk fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson. Íslold hefur áður leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð.
Menning Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50
Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp