![Fréttamynd](/static/frontpage/images/hadegisfrettir.jpg)
![](https://www.visir.is/i/977B71CA0E56069A4557EC7195BE34DE3A947F2527A10B8B361283E1E45FFBBB_80x80.jpg)
Frelsi
Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar.
Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi.
Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð.
Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi.
Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn.
Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað.
Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga.
Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum.
Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/680EAF20A36FE2B96ECE679ABAF4FBB5392EB1145FB776DD721C2F816948CF8D_308x200.jpg)
Um umræðuna um umskurð
Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við.
Skoðun
![](/i/575A44EA6FF5CB9008F40DBEA414E644291E51C3F01E7A65227644296FD558D3_390x390.jpg)
Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um
Stefán Guðbrandsson skrifar
![](/i/769EAE859423563D52A4CD73D436F66327E31B9CD46ACE3D330531DE166F13E7_390x390.jpg)
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
![](/i/102B276AC088669C3E1C62B2E769172B33E0B28805AB4CED3788EAD52FBBF9A2_390x390.jpg)
Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum
Heimir Már Pétursson skrifar
![](/i/1AA811B035DAA38410B77432A1C9B115A192B4BFAABDAFECCD0109543BB3A230_390x390.jpg)
Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð?
Bjarni Jónsson skrifar
![](/i/C3F48C5E36DAD24042DD2578D17A5E75BD16524FBB6B7EC4705C984F43BC0E2B_390x390.jpg)
Flugvöllur okkar allra!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar
![](/i/3F46988B96369A6324A74554997EAE1CD82D684B1738FB530F15D7F8015A3C88_390x390.jpg)
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Erna Bjarnadóttir skrifar
![](/i/680D6C99361E0F091E0F9CA954DFC9393E04BB45A12CB4895D506F8C63464CA4_390x390.jpg)
Við þurfum að ræða um Evrópusambandið
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar
![](/i/4BEE960B561724C7264ABDA0B458B27145A1C72B13E216A032B2D7FCE875E7B9_390x390.jpg)
Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
![](/i/6F7538410667D7A3DA20BC7E4EA2C7291EEEF84345CE79D9EE9315AD21E3093E_390x390.jpg)
Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Arna Harðardóttir skrifar
![](/i/1814C612759FE185F6835DC737BD8ED565D3FB12D94C8F2074C0ED63BA11A794_390x390.jpg)
Þegar raunveruleikinn er forritaður
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/A99F6E51BFCA509B1D1ECEBBC044865E271AFF18B8D9AF255AA46311D13D888D_390x390.jpg)
Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
![](/i/C06C54369C42A84C423061ADCC6FBB1CCB19CAC6354ED610CFE01AB1F4884F07_390x390.jpg)
Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
![](/i/AFE7EF2B5920FAD10F19CA0706D04449F1AB1BF8EEF3F28E2C26AB9CC3459856_390x390.jpg)
Valentínus
Árni Már Jensson skrifar
![](/i/BF6191CBB57887FCE99C3EA792BA1DCB0FC201485E8C0B250C67B1F6CD73CE8F_390x390.jpg)
Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið
Eggert Sigurbergsson skrifar
![](/i/29FB0D6CE3679405F79D4E2384152C1C24E9388BD7820F01984B593DEC7F5F61_390x390.jpg)
Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety
Gyða Hjartardóttir skrifar
![](/i/27F5A98B7CEE3A255C9270EACCC45F3F64132EF173A7A3FCA7C226BBD429B735_390x390.jpg)
Kolbikasvört staða
María Rut Kristinsdóttir skrifar
![](/i/05DC43C3605D0A99CFA59666F731374813CD3CE83282158DB50CC24CF0C61CB2_390x390.jpg)
Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
![](/i/CA61D697F994D0431C6C5C2E864D1B1038FA0718BF6DB0DB0BE6A8D10983EE04_390x390.jpg)
Ekkert um okkur án okkar
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
![](/i/9E88FDB070AA951E4CC360010BE4C213925AE8328FCCF702436522AB547FAAB9_390x390.jpg)
One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni!
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/F0CBFE1A5C5BBF6A68ADCCC1D55C02C0BFB6CAE7F4C66F2E54DC96901742E065_390x390.jpg)
Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Edith Oddsteinsdóttir skrifar
![](/i/5C276E02256C58426372A9785BBB37E9682A9FF8BEE48499E2B7BA5DF5DA1F8F_390x390.jpg)
Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
Hjalti Ómar Ágústsson skrifar
![](/i/EF90E8603BDA7588C7748187A40E00A18E6FE020D89E26AD5E6EA9E0460202FF_390x390.jpg)
Hugtakinu almannaheill snúið á haus
Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar
![](/i/638F818A27B7BFD56CCE57B7EF55E7842D5BEB589496910061FE85CAA8BF7530_390x390.jpg)
Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja
Daði Már Kristófersson skrifar
![](/i/2E04992626056C82690CF8549353A51D54B1E9D78ACBB024D6931FC5D21BE623_390x390.jpg)
Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið
Sigþór Sigurðsson skrifar
![](/i/05745AFF8F7DB756F9F4986D60715CE123DF3E53632149E05208D3DD51FE6538_390x390.jpg)
Ég stend með kennurum
Ögmundur Jónasson skrifar
![](/i/19B7E294B5F181B776ADB8D1E657079AA918C6DD85E3DE52AF9CFAC476E02D82_390x390.jpg)
Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax
Árni Stefán Árnason skrifar
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar
![](/i/2B5D664FE595895A82E86FD921B1A795EBC302C945350052958F9A3BB9017279_390x390.jpg)
Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar