#metoo – hvernig breytum við menningu? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 2. mars 2018 09:43 Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun